23.5.2008 | 09:38
Frábært hjá þeim
Mér finnst þetta frábært að þau skuli hafa komist áfram. Ég hef fylgst með Eurovision með hálfum huga undanfarin ár og reyndar sleppti því alveg þegar Silvía Nótt tók þátt. En núna hef ég fylgst með, ekki síst vegna Friðriks Ómars sem var starfsmaður í versluninni hjá mér á Dalvík fyrir ein jólin þegar hann var unglingur. Þá sá ég hvað hann var duglegur og ákveðinn að koma sér áfram, gaf út kassettu með eigin efni upp á eigin spýtur með smá styrk og ég hef alltaf haft trú á því að honum ætti eftir að ganga vel. Sem sagt, til hamingju Friðrik Ómar og Regína Ósk!
Kom skemmtilega á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
svolítið gaman að sjá Dalvíkinga í sjónvarpinu í gærkvöldi fagna sigri síns manns eða hitt þó heldur og þú núna að hrósa honum ekki veit ég hvort þú tókst þátt í að hrekja hann burt frá Dalvík þar sem honum var ekki vært vegna kynhneigðar sinnar en ég leyfi mér að efast um að hann hugsi hlýtt til heimahagana sinna bæjarfélags og fólks sem hrakti hann í burtu og ég verð að segja þvílíkir hræsnarar þessir Dalvíkingar
snorri (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:02
Alltaf koma einhverjir nafnlausir og dreifa skít og leiðindum á blogginu, Gunnur það er best að stilla bloggið þannig að bara bloggarar geti kommentað.
En þetta var flott hjá þeim í gær og það verður gaman að fylgjast með annað kvöld, góða skemmtun í Reykjavík
Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 17:51
já sannleikurinn er alltaf sár
annars heiti ég Snorri Jónsson fæddur og uppalinn á Akureyri og ég get ekki sagt að ég sé stoltur af sveitungum mínum sem hröktu hann líka frá Akureyri.
en ég get sagt að ég fékk æluna í hálsinn þegar ég horfði á 10 fréttir í sjónvarpinu í gær annars hafið þið það bara gott og ég vona að þið verðið ánægðar með ykkar MANN!!!!!!!!!!!!
áfram 'Island
snorri jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:49
Það hrakti enginn Friðrik Ómar frá neinum stað, hann fór sjálfviljugur suður í nám. Hann kemur oft norður og er alltaf vel fagnað. Það bítur ekki á mig þótt einhver reyni að dreifa hér skít, skíturinn fyrirhittir yfirleitt helst þann sem kastar honum.
Gunnur B Ringsted, 24.5.2008 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.