Þýðingavélaíslenska!

Ég hef nokkrum sinnum fengið tölvubréf frá einhverju undarlegu fólki í útlöndum sem eru skrifuð á þýðingavélaíslensku. Oftast hefur efni bréfanna eitthvað með peninga að gera en eru það ruglingsleg að vart er hægt að skilja hvað bréfritari er að fara. Ég hef að sjálfsögðu hent þessum bréfum eftir að hafa brosað að þeim, því þau eru oftast dálítið fyndin. En í dag fékk ég bréf sem ég gat ekki annað en hlegið upphátt að. Ég læt það fylgja hér með.

Goodday,

Við erum lán lánveitanda við að gefa út lán á genginu 3% interest.Are Ertu þreyttur á að leita eftir lánum og Mortgage, Hefur þú verið stöðugt hafnað af bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, við að gefa út lán til einstaklinga, fyrirtækja, félaga, iðnaðar o.fl. Allir áhuga manneskja, óháð landi ætti Hafðu samband við okkur nú Via Email: carltonloan@aol.com með eftirfarandi upplýsingum:
Full Names:
Tengiliðir Addresss:
Upphæð Required:
Lengd Lán:
kynlíf:
Tel:
land:
Kveðjur,
Carlton Lán Consultancys.

  Þannig var það. Ég spyr bara, hvenær fara íslenskar fjármálastofnanir að spyrja um kynlíf manns þegar maður sækir um lán?

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þýðingarvélaíslenzka er ekki aðeins bundin við erlendan ruslpóst. Þeir sem þýða fyrir Stöð 2 eru mjög duglegir að nota svona þýðingarvélar, að því er virðist, enda svo vitlaust þýtt (bæði Stöð 2 og Stöð 2 Bíó) að manni verður flökurt. Ég hef safnað saman fleiri tugum asnalegra þýðinga í mjög langan lista, því að einhver verður að gera það.

Enginn metnaður + léleg enskukunnátta + kæruleysi = Stöð 2 þýðing.

Vendetta, 23.10.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband