14.7.2008 | 12:01
Í fríi - nóg að gera
Aldrei er meira að gera hjá mér en þegar ég er í fríi. Þá gerir maður alla þessa hluti sem búið er að fresta lengi eins og að laga til í geymslunni (eftir nokkurra vikna vinna þar held ég, allavega nokkurra daga). Svo er búið að mála grindverk og laga til í pappírum og síðast en ekki síst - fara austur á land á jasshátíð. Tónleikarnir með Larry Carlton voru held ég þeir flottustu sem ég hef farið á og ég heyrði fleiri segja það.
Annars er frábært að vera í fríi og vera bara heima hjá sér. Ég hef ekki fengið svona langt frí síðan 1996. Á árunum 1997 til 1999 vann ég við eigið fyrirtæki og fékk aldrei frí, árin 2000 til 2007 var ég þannig sett að ég gat ekki tekið frí nema eina viku í einu, tvær ef fyrirtækið var lokað í viku, sem var einu sinni á ári. Það er því nýtt fyrir mig að vera svona lengi í fríi og mér finnst það bara notalegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 21:04
Jassgeggjarar
Jæja, þá get ég farið að hlakka til. Jasshátíð á Austurlandi framundan og ég búin að fá miðana í hendur. Ég ætla á tónleikana með Larry Carlton, sem er tónlistarmaður sem ég hef lengi haft dálæti á. Ég ætla líka að fara og hlusta á Bláu skuggana. Það er hægt að fræðast um þessa hátíð á www.jea.is og líka http://jea.blog.is , þar er hægt að sjá og heyra sýnishorn.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 18:18
Að ganga Á skóla
Margir ganga í skóla. Ég geng á skóla. Ég var að bera út Moggann í morgun eins og ég geri alla morgna nema sunnudags-. Ég var í Gilinu, á leið í íbúðirnar bak við Myndlistaskólann, með fangið fullt af blöðum strunsaði ég og horfði niður í götuna en ekki fram fyrir mig og gekk þá beint á hornið á klæðningunni á Myndlistaskólanum en klæðningin er í tæplega mannhæð og skagar dálítið fram fyrir sökkulinn á húsinu. Ég fékk myndarlegt gat á hausinn, sneri strax við í bílinn og keyrði beina leið upp á Slysó þar sem saumuð voru 5 spor í hausinn á mér.
Þetta virðist ekki hafa haft teljanleg áhrif á mína andlegu getu, ég veit ennþá hvað ég heiti og svoleiðis. Býst við að vera orðin jafngóð eftir fáeina daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 09:38
Frábært hjá þeim
Mér finnst þetta frábært að þau skuli hafa komist áfram. Ég hef fylgst með Eurovision með hálfum huga undanfarin ár og reyndar sleppti því alveg þegar Silvía Nótt tók þátt. En núna hef ég fylgst með, ekki síst vegna Friðriks Ómars sem var starfsmaður í versluninni hjá mér á Dalvík fyrir ein jólin þegar hann var unglingur. Þá sá ég hvað hann var duglegur og ákveðinn að koma sér áfram, gaf út kassettu með eigin efni upp á eigin spýtur með smá styrk og ég hef alltaf haft trú á því að honum ætti eftir að ganga vel. Sem sagt, til hamingju Friðrik Ómar og Regína Ósk!
Kom skemmtilega á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2008 | 10:42
Mætt á svæðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)