3.3.2009 | 09:00
Annríki
Það væri synd að segja að maður sæti heima og léti sér leiðast í atvinnuleysinu. Dagurinn í gær var alveg fullskipaður. Ég byrjaði daginn eins og venjulega með því að bera út Moggann klukkan um hálf sex, fór svo heim og fékk mér hafragraut og lagði mig í svona klukkutíma. Þá fór ég að sinna ýmsum heimilisverkum, kíkja í tölvuna og svoleiðis. Klukkan rúmlega tvö fór ég að heimsækja aldraða konu sem býr ein og leiðist oft, var hjá henni til u.þ.b. hálf fjögur, fór þá á fund í Verkmenntaskólanum. Kom þaðan rúml. fimm og fór þá beint á Bláu könnuna þar sem við hittumst alltaf nokkur skólasystkin fyrsta mánudag í mánuði. Um hálf sjö fór ég heim og þar beið eftir mér kvöldmatur (ég er svo vel gift
). Klukkan hálf átta fór ég svo á fund hjá sóknarnefnd Akureyrarkirkju sem stóð til kl. að verða 9. Þá heim að sofa. Góður dagur.
Athugasemdir
Ja hérna! Já synd það væri að kalla þennann dag letidag, enda tel ég að þú sért nú eigi sú kona að viðhafa leti svona að óþörfu.
Kveðja yfir til þín
kýngir snjónum niður
samt í þínu lífi býr
blaðburður sem fastur liður.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 09:17
Gott að láta daginn liða með eitthvað fyrir stafni Gunnur min, er að reina mig í mynlistinni nuna og gengur bara þokkalega
Kristín Gunnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:54
Ég varð nú bara þreytt af því að lesa þetta :) en kannast samt við svona daga
Gerður Ringsted (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:59
Ég get sagt þér að ég varð svo þreytt á að lesa þetta að ég segi Guð gefi ykkur góða nótt.
egvania, 9.3.2009 kl. 00:59
egvania, 10.3.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.