17.1.2009 | 16:20
Lífsmark
Já, ég er hér enn og líklega kominn tími á að ég láti eitthvað frá mér heyra. Það hefur svosem ekkert sérstaklega markvert á daga mína drifið frá því ég skrifaði hér síðast. Ég er enn atvinnulaus en hef samt svo mikið að gera að það er sjaldan dauður tími. Ég er svo dugleg að koma mér í allskonar félagsstarfsemi.
Ég var að koma af mjög góðu og gefandi námskeiði sem haldið var á Möðruvöllum, í Leikhúsinu þar. Þetta var svokallað Centering Prayer, stundum nefnt kristileg íhugun eða þögul íhugun. Þarna voru mættar milli 20 og 30 konur áttum góðan dag þarna í góðum félagsskap.
Alveg er það dæmigert að loksins þegar ég frétti af bloggvinahittingi áður en hann á að vera (hef hingað til alltaf frétt af þeim eftirá) þá kemst ég ekki, þarf að mæta í tvö barnaafmæli á morgun. Ég reyni að vera með í anda, vonandi kemst ég næst.
Hafið það gott og njótið dagsins.
Athugasemdir
Hæ Gunnur, gaman að sjá lífsmark hér. Leiðinlegt að heyra að þú kemst ekki á hittingin, það er alltaf stuð þar. Vonandi næst
Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 17:59
Já, og vonandi líður ekki alltof langur tími þangað til sá næsti verður.
Gunnur B Ringsted, 18.1.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.