9.10.2008 | 12:04
Lífið er sápa
Eins og í bestu sápum er alltaf eitthvað að gerast í lífinu sjálfu. Þar skiptast á skin og skúrir eins og í alvöru "dramasjói". Eftir vel heppnað brúðkaup hjá ykkar einlægri ásamt ágætri laxveiðiferð suður á land kom mín heim fárveik. Lá næstu daga í rúminu með sívaxandi hita og fékk í þrígang þá sjúkdómsgreiningu að hér væri örugglega á ferð einhver vírus, enda hefði spurst af einhverju sem væri hugsanlega að ganga. Eftir nærri viku af þessari vitleysu og þegar hitinn var kominn vel yfir 39 og konan hætt að geta gengið hjálparlaust og auk þess ekki borðað ætan bita allan tímann, var ektamanninnum nóg boðið og brunaði með konuna upp á spítala og heimtaði almennilega rannsókn. Þá kom í ljós að svæsin lungnabólga hafði búið um sig í öðru lunganu og konan snarlega lögð inn. Þar var ég í góðu yfirlæti næstu 4 dagana og með góðri umönnun var heilsan fljót að komast í nokkuð samt lag. Ennþá vantar þó nokkur prósent upp á fulla orku en unnið er markvisst í því að efla hana með gönguferðum og öðru slíku.
Það sem er kannski undarlegast við þetta er að dóttir mín lenti nákvæmlega í því sama um það bil mánuði áður. Í þrígang fékk hún ranga sjúkdómsgreiningu áður en læknir á bráðavaktinni áttaði sig á alvarleika málsins, sem sagt hún var með lungnabólgu. Hún var í viku á spítalanum.
Athugasemdir
Gott að ekki fó verr Gunnur mín, góðan bata
Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.