14.7.2008 | 12:01
Í fríi - nóg að gera
Aldrei er meira að gera hjá mér en þegar ég er í fríi. Þá gerir maður alla þessa hluti sem búið er að fresta lengi eins og að laga til í geymslunni (eftir nokkurra vikna vinna þar held ég, allavega nokkurra daga). Svo er búið að mála grindverk og laga til í pappírum og síðast en ekki síst - fara austur á land á jasshátíð. Tónleikarnir með Larry Carlton voru held ég þeir flottustu sem ég hef farið á og ég heyrði fleiri segja það.
Annars er frábært að vera í fríi og vera bara heima hjá sér. Ég hef ekki fengið svona langt frí síðan 1996. Á árunum 1997 til 1999 vann ég við eigið fyrirtæki og fékk aldrei frí, árin 2000 til 2007 var ég þannig sett að ég gat ekki tekið frí nema eina viku í einu, tvær ef fyrirtækið var lokað í viku, sem var einu sinni á ári. Það er því nýtt fyrir mig að vera svona lengi í fríi og mér finnst það bara notalegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.