Færsluflokkur: Bloggar
23.10.2010 | 15:12
Þýðingavélaíslenska!
Ég hef nokkrum sinnum fengið tölvubréf frá einhverju undarlegu fólki í útlöndum sem eru skrifuð á þýðingavélaíslensku. Oftast hefur efni bréfanna eitthvað með peninga að gera en eru það ruglingsleg að vart er hægt að skilja hvað bréfritari er að fara. Ég hef að sjálfsögðu hent þessum bréfum eftir að hafa brosað að þeim, því þau eru oftast dálítið fyndin. En í dag fékk ég bréf sem ég gat ekki annað en hlegið upphátt að. Ég læt það fylgja hér með.
Goodday,
Við erum lán lánveitanda við að gefa út lán á genginu 3% interest.Are Ertu þreyttur á að leita eftir lánum og Mortgage, Hefur þú verið stöðugt hafnað af bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, við að gefa út lán til einstaklinga, fyrirtækja, félaga, iðnaðar o.fl. Allir áhuga manneskja, óháð landi ætti Hafðu samband við okkur nú Via Email: carltonloan@aol.com með eftirfarandi upplýsingum:
Full Names:
Tengiliðir Addresss:
Upphæð Required:
Lengd Lán:
kynlíf:
Tel:
land:
Kveðjur,
Carlton Lán Consultancys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 09:00
Annríki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2009 | 20:04
Hittingur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2009 | 16:20
Lífsmark
Já, ég er hér enn og líklega kominn tími á að ég láti eitthvað frá mér heyra. Það hefur svosem ekkert sérstaklega markvert á daga mína drifið frá því ég skrifaði hér síðast. Ég er enn atvinnulaus en hef samt svo mikið að gera að það er sjaldan dauður tími. Ég er svo dugleg að koma mér í allskonar félagsstarfsemi.
Ég var að koma af mjög góðu og gefandi námskeiði sem haldið var á Möðruvöllum, í Leikhúsinu þar. Þetta var svokallað Centering Prayer, stundum nefnt kristileg íhugun eða þögul íhugun. Þarna voru mættar milli 20 og 30 konur áttum góðan dag þarna í góðum félagsskap.
Alveg er það dæmigert að loksins þegar ég frétti af bloggvinahittingi áður en hann á að vera (hef hingað til alltaf frétt af þeim eftirá) þá kemst ég ekki, þarf að mæta í tvö barnaafmæli á morgun. Ég reyni að vera með í anda, vonandi kemst ég næst.
Hafið það gott og njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 12:04
Lífið er sápa
Eins og í bestu sápum er alltaf eitthvað að gerast í lífinu sjálfu. Þar skiptast á skin og skúrir eins og í alvöru "dramasjói". Eftir vel heppnað brúðkaup hjá ykkar einlægri ásamt ágætri laxveiðiferð suður á land kom mín heim fárveik. Lá næstu daga í rúminu með sívaxandi hita og fékk í þrígang þá sjúkdómsgreiningu að hér væri örugglega á ferð einhver vírus, enda hefði spurst af einhverju sem væri hugsanlega að ganga. Eftir nærri viku af þessari vitleysu og þegar hitinn var kominn vel yfir 39 og konan hætt að geta gengið hjálparlaust og auk þess ekki borðað ætan bita allan tímann, var ektamanninnum nóg boðið og brunaði með konuna upp á spítala og heimtaði almennilega rannsókn. Þá kom í ljós að svæsin lungnabólga hafði búið um sig í öðru lunganu og konan snarlega lögð inn. Þar var ég í góðu yfirlæti næstu 4 dagana og með góðri umönnun var heilsan fljót að komast í nokkuð samt lag. Ennþá vantar þó nokkur prósent upp á fulla orku en unnið er markvisst í því að efla hana með gönguferðum og öðru slíku.
Það sem er kannski undarlegast við þetta er að dóttir mín lenti nákvæmlega í því sama um það bil mánuði áður. Í þrígang fékk hún ranga sjúkdómsgreiningu áður en læknir á bráðavaktinni áttaði sig á alvarleika málsins, sem sagt hún var með lungnabólgu. Hún var í viku á spítalanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 10:31
Undarlegur tölvupóstur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 14:26
Myndir úr brúðkaupi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 17:57
Hversdagsleikinn tekinn við
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 12:09
Annasamir dagar
Undanfarnar vikur hafa verið annasamar og lítill tími gefist til að sitja við tölvu. Ég fór í viku í sumarhúsið okkar á Bakkafirði, einn dagur var tekinn í veiði í ánni á landareigninni og komu 3 laxar og 3 bleikjur á land. Síðan var farið í berjamó í síðustu viku út í Ólafsfjarðarmúla og þar tíndum við hjónaleysin um 30 lítra af krækiberjum á 2 klukkutímum. Daginn eftir gerðum við saft úr öllu saman og fengum 23 lítra af hrásaft og 6 lítra af saft soðinni úr hratinu. Namm!! Ég fór svo með systur minni í bláber út á Dalvík sl. sunnudag og tíndi eina 4 lítra, aðallega til að borða með skyri og rjóma. Nauðsynlegt einu sinni á ári.
Þá er það kannski helst til tíðinda að ég er orðin hluti af tölfræðinni "Atvinnuleysingjar". Ég er sem sagt fórnarlamb samdráttar, var sagt upp eftir 8 ára veru á sama vinnustað.
En aðalástæðan fyrir því hvað ég er upptekin þessa dagana er sú að ég er að undirbúa dálitla uppákomu sem ég skýri nánar frá síðar. Huld, ekki segja neitt strax
Nú stendur til að gera eitthvað úr rabarbara, hefðbunda sultu að hluta til og svo langar mig að prófa að búa til chutney. Lumar einhver á uppskrift af svoleiðis?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 12:03
Merkisdagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)