Annasamir dagar

Undanfarnar vikur hafa verið annasamar og lítill tími gefist til að sitja við tölvu. Ég fór í viku í sumarhúsið okkar á Bakkafirði, einn dagur var tekinn í veiði í ánni á landareigninni og komu 3 laxar og 3 bleikjur á land. Síðan var farið í berjamó í síðustu viku út í Ólafsfjarðarmúla og þar tíndum við hjónaleysin um 30 lítra af krækiberjum á 2 klukkutímum. Daginn eftir gerðum við saft úr öllu saman og fengum 23 lítra af hrásaft og 6 lítra af saft soðinni úr hratinu. Namm!!  Ég fór svo með systur minni í bláber út á Dalvík sl. sunnudag og tíndi eina 4 lítra, aðallega til að borða með skyri og rjóma. Nauðsynlegt einu sinni á ári.

Þá er það kannski helst til tíðinda að ég er orðin hluti af tölfræðinni "Atvinnuleysingjar". Ég er sem sagt fórnarlamb samdráttar, var sagt upp eftir 8 ára veru á sama vinnustað.

En aðalástæðan fyrir því hvað ég er upptekin þessa dagana er sú að ég er að undirbúa dálitla uppákomu sem ég skýri nánar frá síðar. Huld, ekki segja neitt straxWhistling

Nú stendur til að gera eitthvað úr rabarbara, hefðbunda sultu að hluta til og svo langar mig að prófa að búa til chutney. Lumar einhver á uppskrift af svoleiðis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi ekki orð gangi þér vel með undirbúning

Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Sæl Gunnur mín, öfunda þig af berjatínslunni, slefa altaf  þegar ég heiri bláber nefnd. Eigðu góðan dag

Kristín Gunnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband